Minnst fjórir ungir karlmenn voru handteknir fyrir utan Árbæjarskóla um tíuleytið í kvöld. Sérsveitin var kölluð út í Árbæ ásamt lögreglu eftir að rúður voru brotnar í bíl.

Þrír lögreglubílar og einn sérsveitarbíll stöðvuðu umferð í Rofabæ og þurfti strætisvagn númer fimm að bíða í nokkurn tíma.

Viðstaddir sem Fréttablaðið ræddi við sögðu unga karlmenn hafa skotið plastkúlum úr skotvopni á annan bíl sem varð til þess að nokkrar bílrúður brotnuðu. Bíllinn sem skotið var á hafði verið ekið af vettvangi áður en lögregla mætti á svæðið.

Þá hafi einhver orðið fyrir plastkúlu og meiðst lítillega við það að sögn vitnis en lögreglan neitaði að sjá sig um málið og gat ekki staðfest þessa vitnisburði.

Margir íbúar Árbæjarhverfis urðu vitni að því sem fram fór, þar á meðal hópur unglinga sem safnast hafði saman.