83 manns greindust með já­kvæð CO­VID-19 smit innan­lands við sýna­töku í gær. Þá greindist einn já­kvæður á landa­mærunum.

58 greindust við ein­kenna­sýna­töku og 25 greindust við sótt­kvíar- og handa­hófs­skimanir.

Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum á Covid.is.

Alls eru nú í 1.226 ein­angrun og 2.177 í sótt­kví.

Af þeim sem greindust innan­lands voru 51 full­bólu­settir, 3 höfðu fengið fyrri skammt af bólu­efni og 22 voru óbólu­settir. Sá sem greindist á landa­mærunum var full­bólu­settur.

Smit­töl­ur hafa verið ívið hærri undanfarna viku heldur en í gær. Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi al­manna­varna,­ sagðist búast við því að færri sýni yrðu tek­in yfir versl­un­ar­manna­helg­ina. Það mun þá koma í ljós eftir helgi hvort bæði sýn­um og smit­um muni fjölga.

Í fyrra­dag höfðu 145 smit greinst þegar töl­ur voru birtar. Föstu­dag­stölurnar hafa nú verið upp­færðar og greind­ust alls 154 þann dag, sem er mesti fjöldi smita sem greinst hef­ur á ein­um degi frá upphafi faraldursins.

Fréttin var upp­færð kl. 11:20.