Í gær greindust 64 Co­vid-19 smit innan­lands sam­kvæmt upp­færðum tölum á co­vid.is, upp­lýsinga­vef al­manna­varna, 19 færri en í fyrra­dag. Eitt virkt smit greindist á landa­mærunum.

Ný­gengi smita innan­lands er nú 396,2 en var 402,2 í fyrra­dag og ný­gengi á landa­mærunum er 4,9 en var 5,2 í fyrra­dag. Virkum smitum fækkar um 65 milli daga.

Í sótt­kví eru 1.985, í skimunar­sótt­kví eru 904 og 1.239 í ein­angrun. Þá er 31 á sjúkra­húsi og fækkar um einn milli daga, þar af eru sex á gjör­gæslu og fækkar um einn milli daga.

Þá greindust 55 smit við ein­kenna­sýna­töku og níu við sótt­kvíar- og handa­hófs­skimun. Alls voru tekin tæp­lega þrjú þúsund sýni í gær og var hlut­fall já­kvæðra sýna fjögur prósent.

Ekki hefur verið greint frá bólu­setningar­stöðu þeirra sem greindust en þær tölur verða gefnar út eftir helgi.

Í fyrra­dag greindust 83 smit innan­lands og eitt á landa­mærunum. Þá voru 1.791 í sótt­kví, 883 í skimunar­sótt­kví, 1.304 í ein­angrun, 30 á sjúkra­húsi og sjö á gjör­gæslu.

Fréttin hefur verið upp­færð.