Alls greindust 63 ein­staklingar með kóróna­veiruna eftir að hafa haft bein eða ó­bein tengsl við hóp­sýkinguna sem varð á Hótel Rang­á í sumar að sögn Jóhanns K. Jóhanns­sonar, sam­skipta­stjóra al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra. Þetta kemur fram á vef Vísis.

Fyrst var greint frá smiti á hótelinu þann 20. ágúst eftir að starfs­maður greindist með veiruna en sam­kvæmt Jóhanni greindist fyrsta smitið fjórum dögum áður.

Ríkis­stjórnin í smit­gát

Líkt og frægt er orðið þá hafði ríkis­stjórnin setið að snæðingi á Hótel Rang­á tveimur dögum áður en téður starfs­maður greindist með Co­vid-19. Í kjöl­farið þurftu allir ráð­herrar, utan Svan­­dísvar Svavars­dóttur og Ás­mundar Einars Daða­­sonar, að sæta tvö­faldri skimun og smit­­gát. Enginn ráð­herranna reyndist smitaður.

Hundruð þurftu að sæta sótt­kví vegna hóp­sýkingarinnar, sem er líklega sú stærsta sem átti sér stað í annarri bylgju. Sá stofn veirunnar sem greindist í sýkingunni fékk nafnið „græna veiran“ þar sem smitrakningar­teymi al­manna­varna gaf stofninum grænan lit.