Minnst 46 eru látin og á annan tug eru særð vegna eldsvoða í borginni Kaohsiung í Taívan í morgun. Eldsvoðinn varð í 13 hæða blokk í suðurhluta Taívan.

Blokkin er íbúðar- og atvinnuhúsnæði og tók það slökkviliðið yfir fjórar klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins, að því er fram kemur á vef BBC.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hafa 79 manns verið fluttir á spítala, þarf af fjórtán alvarlega slasaðir.

Eldsupptök eru óljós en verið er að rannsaka vettvang. Yfir 140 slökkviliðsmenn tóku þátt í að slökkva eldinn.

Það tók slökkviliðsmenn meira en fjórar klukkustundir að slökkva eldinn.
Mynd/Getty