Heil­brigðis­yfir­völd í Líbanon til­kynntu rétt í þessu að minnst 50 hefðu látist og 2500 slasast af völdum sprengingu sem sprakk við hafnar­svæði í Beirut fyrr í dag.

Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur kallað eftir því að heil­brigðis­starfs­fólk í landinu bjóði fram að­stoð sína á „næsta stað sem völ er á“ til að hlúa að þeim slösuðu.

Ráðu­neytið greindi einnig frá því að búið væri að koma upp neyðar­síma þannig hægt væri að sam­hæfa björgunar­að­gerðir og tryggja að þau særðu verði færð á spítala sem getur tekið við þeim.

Yfir 2500 manns slösuðust vegna sprengingarinnar.
Fréttablaðið/AFP

Vísa slösuðum frá

Sjúkra­hús í Beirút hafa þurft að vísa særðum frá þar sem allar stofur eru yfir­fullar og starfs­fólk hefur ekki undan því að sinna sjúk­lingum. Raðir hafa myndast víðast hvar við sjúkra­hús og hafa myndir birst af illa særðu fólki á sem bíður að­stoðar á gang­stéttum borgarinnar.

Enn er ekki vitað hvað olli sprengingunni. For­stöðu­maður alls­herjar­öryggis í landinu, Abbas I­bra­him, sagði í við­tali við líbanska fjöl­miðla að lík­legast væri að slys hafi orðið við birgða­geymslu við höfnina þar sem geymd hafi verið sprengi­efni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Gríðarlegt tjón blasir við á götum borgarinnar.
Fréttablaðið/AFP