Jarð­skjálfti að stærðinni 5,9 átti sér stað snemma í morgun við bæinn Khost sunnan við Kabul, höfuð­borg Afgan­istan. Sam­kvæmt ríkis­fjöl­miðli landsins hafa minnst 255 látist vegna skjálftans og mikill fjöldi særst.

Verið er að flytja við­bragðs­aðila á svæðið með þyrlum frá öðrum stöðum í landinu. Jarð­skjálftinn fannst greini­lega í höfuð­borg landsins, í um tvö hundruð kíló­metra fjar­lægð, sam­kvæmt í­búum.

Talið er lík­legt að dauðs­föllum muni fjölga en heimildir herma að nokkur hundruð manns hafi særst. Jarð­skjálftinn átti upp­tök sín ná­lægt landa­mærum Pakistan en engin dauðs­föll eða skemmdir hafa verið til­kynnt þar í landi.