Minnst 17 af þeim 39 ferða­mönnum sem fóru í vélasleða­ferð á Lang­jökul með fyrir­tækinu Mounta­ineers of Iceland í síðustu viku krefjast skaða­bóta. Þetta kemur fram á vef RÚV. Ferða­þjónustu­fyrir­tækið lagði í ferðina þrátt fyrir að búið væri að gefa út veður­við­varanir á svæðinu.

Fólkið óttaðist um líf sitt á jöklinum og var bæði kalt og hrakið þegar það kom niður. Ein­hverjir hlutu kal­sár eftir dvölina í kuldanum og eru ó­vinnu­færir vegna sára sinna.

Ó­vinnu­fær eftir ferðina

Lilja Margrét Ol­sen, lög­maður, fer með mál ellefu ferða­manna, þar af tveggja barna. Bóta­kröfur fólksins eru á bilinu 600 þúsund til ein milljón krónur á mann. Lilja sagði alla um­bjóð­endur sína hafa upp­lifað and­legt á­fall og suma hafa hlotið líkam­leg meiðsli í sam­tali við RÚV.

Helgi Þor­steins­son, lög­maður, rekur mál sex ferða­manna þar af pars frá Bret­landi sem ætlar að krefjast rúm­lega tveggja milljóna í miska­bætur. Parið er enn í upp­námi vegna ferðarinnar og hefur konan verið ó­vinnu­fær vegna dofa í fótunum.

Klár miska­bóta­skylda

„Þetta er svona mál sem ég mynda reka ó­keypis, bara upp á von og óvon um að fá dæmdan máls­kostnað þegar þetta fyrir­tæki yrði sak­fellt,“ sagði Ómar Valdimars­son lög­maður í sam­tali við Frétta­blaðið á dögunum.

„Það er ó­trú­legt að þessu fyrir­tæki skuli detta það í hug að þvælast með allan þennan hóp af fólki upp á jökul þegar það er búið að spá meiri­háttar vestan­hvelli,“ segir Ómar. Það hafi alls ekki verið eins og veður hefðu skipast skjótt í lofti heldur hafi hver spáin á fætur annarri bent í sömu átt.

Að mati Ómars væri klár miska­bóta­skylda hjá fyrir­tækinu og benti hann á að ekki séu nema þrjú ár síðan sama fyrir­tækið var dæmt til að greiða hjónum miska­bætur eftir sam­bæri­lega ævin­týra­ferð.