Jarð­skjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir eyjuna Jövu í Indónesíu í morgun. Upp­tök skjálftans voru á 10 kíló­metra dýpi skammt frá bænum Cianjur á vestur­hluta eyjunnar. Að minnsta kost 162 létust og fleiri en 700 eru særðir.

Svæðið þar sem skjálftinn reið yfir er mjög þétt­býlt og eru aur­skriður þar einnig mjög al­gengar. Ridwan Kamil, ríkis­stjóri Vestur-Jövu, segir að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem mikið af fólki væri enn fast undir rústunum.

Í­búar í höfuð­borginni Jakarta í um 100 kíló­metra fjar­lægð fundu einnig fyrir skjálftanum og voru há­hýsi rýmd í öryggis­skyni.

Jarð­skjálftar í Indónesíu eru al­gengir þar sem þjóðin er stað­sett á hinum svo­kallaða eld­hring Kyrra­hafsins, en það er eld­virkasta svæði jarðar og. Í febrúar á þessu ári létust 25 eftir að jarð­skjálfti af stærðinni 6,2 skók Vestur-Sú­mötru og í janúar 2021 létust meira en 100 manns eftir jarð­skjálfta af svipaðri stærð í Sulawesi héraði.