Í gær greindust 145 manns með já­kvæð CO­VID-19 smit við sýna­töku. Aldrei hafa fleiri greinst innan­lands á einum degi. Þar að auki greindust tvö virk smit á landa­­mær­un­um.

Alls eru nú í 1.213 ein­angr­un og 2.429 í sótt­kví. 

101 þeirra sem greindust í gær greind­ust við ein­­­kenna­­­sýna­töku og 44 greind­ust við sótt­kví­ar- og handa­hófs­skiman­ir. Af þeim sem greind­ust eru 97 full­bólu­­­sett­ir og 38 óbólu­­­sett­ir. Fimm hafa fengið fyrri skammt bólu­efnis. Þeir tveir sem greind­ust á landa­­­mær­un­um eru báðir óbólu­­­sett­ir.

Fréttin var upp­færð kl. 11:04.