Alls greindust minnst 130 innanlandsssmit í gær. Aðeins voru 39 þeirra í sóttkví við greiningu, eða 30 prósent.Eitt smit greindist á landamærunum.

Alls eru nú 1.842 í sóttkví og fjölga um 100 frá því í fyrradag. Þá eru 1.332 í einangrun og fjölgar þeim einnig lítillega.

Alls voru tekin rétt undir 4.000 sýni í gær.

Nú eru 32 inniliggjandi á spítala en voru 27 í gær. Af þessum 32 eru átta á gjörgæslu.

Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í gær að ef að staðan verður erfiðar á Landspítalanum gæti þurft að setja á harðari takmarkanir innanlands. Forstjóri Landspítalans sagði í gær að þeirra helsta vandamál væri mönnun á gjörgæslu.

„Stóra vanda­málið þarna, og það sem gerir það að verkum að mat okkar á spítalanum er að þetta sé okkar veikasti hlekkur í við­bragðinu innan­húss núna, er mönnunin á gjör­gæslu. Gjör­gæslu­með­ferð er afar mann­frek og krefst sér­hæfðs starfs­fólks, fyrst og fremst hjúkrunar­fræðinga og lækna, það er ekki hægt að taka hvaða heil­brigðis­starfs­mann sem er og setja inn á gjör­gæslu,“ sagði Páll í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð.