Alls greindust 108 innanlandssmit í gær. Töluvert fjölgar í sóttkví en nú eru um 2.500 í sótt en voru í gær rúmlega 2.200. Um 1.200 eru í einangrun sem er svipaður fjöldi og í gær. Af þeim sem greindust smituð voru 58 í sóttkví við greiningu eða 54 prósent.

Af þeim sem greindust smituð voru 68 fullbólusett, bólusetning hafin hjá einum og 39 óbólusett, eða um 36 prósent. Alls voru tekin um 4.500 sýni í gær.

Á landamærunum er beðið eftir mótefnamælingu eins ferðamanns.

Nú eru 26 á sjúkrahúsi en voru 25 í gær, sjö af þeim eru á gjörgæslu.

Fréttin hefur verið uppfærð.