Í gær greindust minnst 102 Co­vid-smit innan­­lands sam­­kvæmt upp­­­færðum tölum á co­vid.is, upp­­­lýsinga­vef al­manna­varna. Af þeim sem greind­ust í gær voru 40 í sótt­kví við grein­ingu eða rúm­­lega 38 prósent þeirra sem greindust.

Eitt smit greindist á landa­mærunum.

Í sótt­kví eru 2.315, í skimunar­­sótt­kví eru 1.148 og 1.421 er í ein­angrun. Á sjúkra­húsi eru 21 og fjölgar um þrjá milli daga.

Alls greindust 90 smit við ein­kenna­sýna­töku og þrettán við sótt­kvíar- og handa­hófs­skimun. Í gær voru tekin 2.639 sýni við einkennasýnatöku, 315 við landamærasýnatökur og 1.221 við sóttkvíar- og handahófsskimun.

Tölur um fjölda bólusettra og óbólusettra sem greindust í gær verða gefnar út fyrir klukkan fjögur síðdegis.

Ís­land varð rautt í gær

Ný­­gengi smita innan­­lands er nú 420,5 en var 414,5 í fyrra­­dag og var Ís­land sett í rauðan flokk á sótt­varna­korti Sótt­varna­­stofnunar Evrópu í gær­morgun. Ný­­gengi smita á landa­­mærum er 4,1 en var 4,6 í fyrra­­dag.
Vegna þess fjölda sýna sem tekin eru dag­­lega hefur tekið lengri tíma að greina þau. Því er mögu­­legt að smitum fjölgi þegar tölurnar verða upp­­­færðar á morgun.

Í fyrra­­dag greindust 151 smit innan­­lands, næst mesti fjöldi smita sem greinst hafa á einum degi. Þá voru 18 á sjúkra­húsi. Þá voru 1.988 í sótt­kví, 1.136 í skimunar­­sótt­kví og 1.388 í ein­angrun. Af þeim sem greindust voru 94 full­bólu­­settir en 55 óbólu­­settir. Þá voru 83 utan sótt­kvíar við greiningu og fundu 133 fyrir ein­­kennum. Tæp­­lega 4.900 sýni voru tekin innan­­lands í fyrra­­dag.

Mesti fjöldi smita sem greinst hafa á einum degi var þann 30. júlí er 154 smit greindust.

Bólu­­setningu er lokið hjá 254.691 manns og er hún hafin hjá sex­­tán þúsund til við­bótar sam­­kvæmt tölum sem upp­­­færðar voru 4. ágúst.

Fréttin hefur verið upp­­­færð.