Líkurnar á því að öldunga­deild Banda­ríkja­þings sak­felli Donald Trump fyrir em­bættis­glöp fara minnkandi eftir að fjöl­margir þing­menn Repúblikana­flokksins hafa opin­ber­lega sagt að þeir ætla að sýkna for­setann fyrr­verandi. Þetta kemur fram á frétta­vef CNN.

Trump hefur verið á­kærður af full­trúa­deild Banda­ríkja­þings fyrir að hvetja til upp­reisnar með því að hafa í­trekað haldið því fram að niður­stöðurnar úr for­seta­kosningunum hafi verið rangar en stuðnings­menn brutust á endanum inn í þing­húsið.

Demó­krata­flokkurinn, sem nú fer með meiri­hluta í báðum deildum þingsins, til­kynnti í vikunni að réttar­höldin gegn Trump muni hefjast á mánu­daginn.

Repúblikana­flokkurinn var fljótur að svara á þá leið að enginn mögu­leiki væri á því að Trump yrði sak­felldur en sau­tján þing­menn flokksins þurfa að kjósa með því að sak­fella Trump svo það gerist.

Á frétta­vef CNN er því haldið fram að lang­flestir Repúblikanar vilja sýkna Trump og ör­fáir vilja sak­fella hann. Þá halda þing­menn flokksins því fram að á­standið í stjórn­málum landsins hafi róast og nú eigi að horfa fram á veginn.

„Það eru engar líkur á að sak­fellingu,“ er haft eftir Roger Wicker þing­manni Mississippi ríkis á vef CNN.