Bílar

Minnkandi bílasala í Kína

Svo til allir bílaframleiðendur heims selja bíla í Kína og hjá flestum þeirra er Kína þeirra stærsti markaður. Það gæti því orðið mikið högg fyrir þá ef markaðurinn í Kína minnkar.

Kína er stærsti bílamarkaður heims og í fyrra seldust þar 24 milljónir bíla.

Sá bílamarkaður sem stækkað hefur hraðast á undanförnum árum er í Kína, en nú virðist vera nokkuð lát á. Talsverðar líkur eru á því að færri bílar verði keyptir í Kína í ár en í fyrra og yrði það í fyrsta sinni sem slíkt gerist í nokkra áratugi. Vegna þessa hefur myndast þrýstingur á kínversk yfirvöld að lækka 10% innflutningstollinn á erlenda bíla niður í 5%. Fyrir slíku eru fordæmi í Kína og var þessi skattur hærri áður. Þegar hann var lækkaður síðast fylgdi mikil aukning í sölu í kjölfarið. 

Svo til allir bílaframleiðendur heims selja bíla í Kína og hjá flestum þeirra er Kína þeirra stærsti markaður. Það gæti því orðið mikið högg fyrir þá ef markaðurinn í Kína minnkar. Bílasala í Kína minnkaði bæði í júlí og ágúst á þessu ári, en tölur frá síðasta mánuði hafa ekki enn verið birtar. Bílasala í Kína í fyrra var um 24 milljónir og talan fyrir þetta ár verður nærri því, en ef til vill örlítið lægri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Minnkun bílasölu í Kína ekki meiri í 7 ár

Bílar

Snýr Toyota MR2 aftur með hjálp Subaru?

Bílar

Volkswagen seldi 6.700 prufubíla

Auglýsing

Nýjast

Mikilvægt að við­mið jóla­sveina um hver sé „góður“ séu skýr

Stjórn Sam­fylkingarinnar fundar síð­degis

Aldrei góð hug­mynd að gefa dýr í jóla­gjöf

Al­var­legt mál ef að starfi nefndar „er tor­veldað“

Svar­leysið sendi vond skila­boð til sam­fé­lagsins

Árásarmaðurinn í Strassborg enn á flótta

Auglýsing