Bílar

Minnkandi bílasala í Kína

Svo til allir bílaframleiðendur heims selja bíla í Kína og hjá flestum þeirra er Kína þeirra stærsti markaður. Það gæti því orðið mikið högg fyrir þá ef markaðurinn í Kína minnkar.

Kína er stærsti bílamarkaður heims og í fyrra seldust þar 24 milljónir bíla.

Sá bílamarkaður sem stækkað hefur hraðast á undanförnum árum er í Kína, en nú virðist vera nokkuð lát á. Talsverðar líkur eru á því að færri bílar verði keyptir í Kína í ár en í fyrra og yrði það í fyrsta sinni sem slíkt gerist í nokkra áratugi. Vegna þessa hefur myndast þrýstingur á kínversk yfirvöld að lækka 10% innflutningstollinn á erlenda bíla niður í 5%. Fyrir slíku eru fordæmi í Kína og var þessi skattur hærri áður. Þegar hann var lækkaður síðast fylgdi mikil aukning í sölu í kjölfarið. 

Svo til allir bílaframleiðendur heims selja bíla í Kína og hjá flestum þeirra er Kína þeirra stærsti markaður. Það gæti því orðið mikið högg fyrir þá ef markaðurinn í Kína minnkar. Bílasala í Kína minnkaði bæði í júlí og ágúst á þessu ári, en tölur frá síðasta mánuði hafa ekki enn verið birtar. Bílasala í Kína í fyrra var um 24 milljónir og talan fyrir þetta ár verður nærri því, en ef til vill örlítið lægri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

40 lönd lögleiða skyldu sjálfvirkrar hemlunar

Bílar

25% tollur gæti helmingað sölu þýskra bíla vestanhafs

Bílar

SsangYong Rexton aftur útnefndur „bestu kaupin"

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing