Bílar

Minnkandi bílasala í Kína

Svo til allir bílaframleiðendur heims selja bíla í Kína og hjá flestum þeirra er Kína þeirra stærsti markaður. Það gæti því orðið mikið högg fyrir þá ef markaðurinn í Kína minnkar.

Kína er stærsti bílamarkaður heims og í fyrra seldust þar 24 milljónir bíla.

Sá bílamarkaður sem stækkað hefur hraðast á undanförnum árum er í Kína, en nú virðist vera nokkuð lát á. Talsverðar líkur eru á því að færri bílar verði keyptir í Kína í ár en í fyrra og yrði það í fyrsta sinni sem slíkt gerist í nokkra áratugi. Vegna þessa hefur myndast þrýstingur á kínversk yfirvöld að lækka 10% innflutningstollinn á erlenda bíla niður í 5%. Fyrir slíku eru fordæmi í Kína og var þessi skattur hærri áður. Þegar hann var lækkaður síðast fylgdi mikil aukning í sölu í kjölfarið. 

Svo til allir bílaframleiðendur heims selja bíla í Kína og hjá flestum þeirra er Kína þeirra stærsti markaður. Það gæti því orðið mikið högg fyrir þá ef markaðurinn í Kína minnkar. Bílasala í Kína minnkaði bæði í júlí og ágúst á þessu ári, en tölur frá síðasta mánuði hafa ekki enn verið birtar. Bílasala í Kína í fyrra var um 24 milljónir og talan fyrir þetta ár verður nærri því, en ef til vill örlítið lægri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Stefnir í víðtækt samstarf Volkswagen og Ford

Bílar

Hyundai fer með himinskautum

Bílar

BMW X7 kemur í mars

Auglýsing

Nýjast

Hvasst og vætusamt víðast hvar

Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins

Geitin komin á sinn stað

Lukku-Láki og vinir ekki undanskildir

Ekkert okur hjá H&M

Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum

Auglýsing