Sam­komu­lag hefur náðist meðal ríkja Evrópu­sam­bandsins um að minnka gas­notkun næsta vetur um fimm­tán prósent. Ráð­herra­ráð sam­bandsins til­kynnti þetta í gær.

Ung­verjar voru and­vígir sam­komu­laginu, einir aðildar­þjóða, en utan­ríkis­ráð­herra Ung­verja­lands var í Moskvu í síðustu viku til að ganga frá samningi við Rússa um kaup á jarð­gasi.

Mark­mið sam­komu­lagsins er að draga úr á­hrifum Rússa, en Volodí­mír Selenskíj, for­seti Úkraínu, hefur varað við því að Rússar noti jarð­gasið sem vopn gegn Evrópu­ríkjum.

Gas­fyrir­tækið Gazprom, sem er í rúss­neskri ríkis­eigu, til­kynnti á mánu­dag að gas­flutningar til Evrópu yrðu skornir niður um helming frá deginum í dag. Fyrir­tækið segir við­hald við dælu­stöð á­stæðu niður­skurðarins en for­ysta Evrópu­sam­bandsins leggur ekki trúnað á það.