Maðurinn sem lést á Land­spítalanum í gær af á­verkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt á föstu­dags­morgun hét Daníel Ei­ríks­son og var fæddur árið 1990. Þrír voru hand­teknir í gær og situr einn í gæslu­varð­haldi vegna rann­sóknar á and­látinu. Málið er rann­sakað sem mann­dráp.

Alltaf tilbúinn að hjálpa öllum

Systir Daníels, Guð­ný Sig­ríður Ei­ríks­dóttir, minnist bróður síns í hug­ljúfri kveðju á Face­book í dag. Hún gaf Frétta­blaðinu leyfi til að birta hér upp úr færslunni.

„Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ó­sann­gjarnt og ó­raun­veru­legt... Þú áttir þetta ekki skilið. Sakna þín svo mikið strax,“ skrifar Guð­ný.

„Elsku Daníel minn þú máttir ekkert aumt sjá og alltaf varstu til­búinn til að hjálpa öllum. Það kom þér stundum í vand­ræði og þú mættir alltaf ó­sigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með ó­teljandi líf!“ heldur hún á­fram og segir bróður sinn hafa verið með hjarta úr gulli.

„Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðli­legu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði. Margir sem sáu ekki sólina fyrir þér. Ég var svo stollt af þér yndið mitt.“

Guð­ný segir að það hafi alltaf verið stutt í grínið þegar þau syst­kini voru saman og að hún eigi eftir að sakna þess að þurfa að skutla honum og njóta með honum sam­veru­stunda. „Svo erfitt að hugsa til þess að ég muni ekki geta hringt í þig lengur. En ég veit að þú vakir yfir okkur og heyrir í okkur.“

„Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að ei­lífu,“ segir Guð­ný að lokum.

Elsku besti litli bróðir minn ❤️ Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur 😢 Þetta er svo ósanngjarnt og...

Posted by Guðný Sigríður Eiríksdóttir on Sunday, 4 April 2021