Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli í hádeginu í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks á Íslandi.

Safnast verður saman í þögn til minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg og verður svo gengið að húsinu þar sem fjölskyldur og ástvinir þeirra bjóða fólk velkomið í minningarstund klukkan 13. Er fólki boðið að leggja blóm og rafmagnskerti við húsið.

RÚV greinir frá og ræddi við Wictoriu Joönnu Ginter skipuleggjenda og er hægt að nálgast frekari upplýsingar á Facebook. Wictoria segir þetta friðsamlegan fund og að allir séu velkomnir.

Wictoria stendur fyrir viðburðinum ásamt þremur öðrum konum en þeim finnst þurfa að vekja athygli fólks á stöðunni í íslensku samfélagi. Umræðan sé ekki næg, hvorki í fjölmiðlum né meðal almennings. Íhuga þær að að stofna félag um baráttumál.