Umferð á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 20 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að áhrifa sóttvarnaaðgerða gæti enn á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eru skoðuð þá er umferðin 22 prósentum minni á Hafnarfjarðarvegi í síðustu viku en í sömu viku árið áður. 25 prósentum minni á Reykjanesbraut og 10 prósentum minni á Vesturlandsvegi.