Leiðréttur launamunur karla og kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg mælist nú 0,4 prósent en var árið 1995 rúmt 21 prósent. Þetta kemur fram á vef borgarinnar.

Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hlaut jafnlaunavottun árið 2019. Borgin hefur nú undirgengist og staðist fyrstu úttekt vegna endurútgáfu vottunarinnar.