Aukinn fjöldi verslanakeðja í Japan styðst nú við gervigreind til þess að greina gögn á borð við sölutölur til að ákveða hve mikinn afslátt eigi að gefa af vörum sem eru að renna út.

Til að reikna út afsláttinn greinir hugbúnaðurinn sölu verslunar, afhendingartíma og jafnvel staðbundin veðurskilyrði til að ákvarða verð sem gefur besta möguleikann á að varan seljist.

Til þessa hafa verslunarstjórar í mörgum keðjum séð um þessar ákvarðanir en mannlegt mat leiddi oft til þess að vörur fóru til spillis eða seldust upp.