Í dag er spáð hægri breytilegri átt eða hafgolu og það verður skýjað en úrkomulítið sunnan- og austanlands. Það verður að mestu bjart annars staðar, en allvíða verður skýjað eða þokuloft við ströndina. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig yfir daginn, hlýjast inn til landsins, sérstaklega nyrst.

Á morgun, lýðveldisdaginn, er spáð norðaustlægri átt, 5-13 m/s, og bjartviðri SV-lands framan af degi, en þar gæti hitinn farið upp í 19 stig. Það verður skýjað en úrkomulítið í öðrum landshlutum og hiti á bilinu 8 til 14 stig. Undir kvöld verður víða rigning eða skúrir, en þó áfram þurrt um landið vestanvert. Veður fer kólnandi, sérstaklega fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag (lýðveldisdagurinn):

Norðaustan 5-13 m/s, en breytileg átt 3-8 m/s sunnanlands. Bjartviðri suðvestanlands framan af degi, en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti frá 6 stigum með austurströndinni upp í 20 stig SV-til. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum seinni partinn og kólnandi veður.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Norðlæg átt og víða rigning, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti 4 til 11 stig, mildast með suðurströndinni.

Á fimmtudag:

Norðlæg átt og dálítil væta á austanverðu landinu, en skýjað með köflum annars staðar og þurrt að kalla. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á föstudag (sumarsólstöður) og laugardag:

Útlit fyrir hæga breytilega átt, skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hiti 8 til 13 stig.