Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir bjartari horfur vera nú í efnahagsmálum en þegar síðasta fjárlagafrumvarp var lagt fram. Bjarni kynnir nú fjárlög næsta árs og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm ár á blaðamannafundi í ráðuneytinu.

Gert er ráð fyrir 160 milljarða króna halla, sem er betri afkoma en búist var við í fyrri fjármálaáætlun þegar hallinn nam 200 milljörðum króna. Áætlaðar heildartekjur ríkissjóðs eru 66 milljarða króna hærri á næsta ári miðað við fjármálaáætlun sem var lögð fram síðasta vor.

Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla verði 110 milljörðum hærri á næsta ári en spáð var fyrir ári síðan. Þá eru 20 þúsund fleiri störf nú en í upphafi ársins og nálgast atvinnuleysistölur tölurnar fyrir faraldurinn. Alls mun stuðningur stjórnvalda vegna Covid-19 nema 50 milljarða króna árið 2022 og alls 260 milljörðum á árunum 2020-22.

Í

fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála aukist um 16,3 milljarða króna. Um er að ræða stærstu hækkun útgjalda til málaflokksins. Segir Bjarni að um raunaukningu útgjalda til heilbrigðismála nema 220 milljörðum króna frá árinu 2017.

Einnig er gert ráð fyrir 2,6 milljarða króna framlagi til að auka enn getu Landspítalans til að bregðast við heimsfaraldrinum. Ráðast á í opnun sex hágæslurýma, 30 nýrra endurhæfingarrýma og komið á fót sérstakri farsóttardeild í Fossvogi

Bjarni segir að til standi til að ráðast í frekari lækkun á tekjuskatti einstaklinga, þá með hækkun persónuafsláttar, á viðbótarhækkun um eitt prósent á næsta ári að nema 2,3 milljörðum króna.