Á sunnu­dag er al­þjóð­legur minningar­dagur um fórnar­lömb um­ferðar­slysa. Í ár verður kast­ljósinu meðal annars beint að af­leiðingum þess ef öryggis­belti eru ekki notuð. Tákn­rænar minningar­stundir verða haldnar hringinn í kringum landið af þessu til­efni.

Minningar­dagurinn er al­þjóð­legur undir merkjum Sam­einuðu þjóðanna sem hafa til­einkað þriðja sunnu­dag í nóvember þessari minningu. Um það bil 3.600 ein­staklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í um­ferðinni í heiminum á degi hverjum.

Frá því að fyrsta bana­slysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 til 16. nóvember á þessu ári hafa 1.592 látist í um­ferðinni á Ís­landi.

„Enn fleiri slasast al­var­lega, takast á við á­föll, sorgir og eftir­sjá af þessum völdum,“ segir í til­kynningu.

Á þessu ári hafa sjö ein­staklingar látið lífið í um­ferðinni hér á landi. Allt árið 2020 létust sjö ein­staklingar í um­ferðinni en árið 2019 sex manns.

Alls liðu 258 dagar án nokkurs bana­slyss á árinu og er það lengsti tími frá því að skráningar hófust 1966.

Að meðal­tali hafa undan­farin tíu ár 12 manns látist í um­ferðinni á hverju ári.

Tíu ár þar á undan, það er frá 2001 til og með 2010 létust að meðal­tali 20 manns á ári í um­ferðinni hér á landi.

Myndin er frá athöfn sem haldin var árið 2019 við þyrlupall Landspítalans. Þar minntust viðbragðsaðilar þeirra sem hafa látist í umferðinni.
Fréttablaðið/Valli

Sautján viðburðir skipulagðir um land allt

Fram kemur í til­kynningu um minningar­daginn að til­gangurinn með deginum sé að minnast þeirra sem látist hafa í um­ferðinni og að leiða hugann að á­byrgð hvers og eins í um­ferðinni. Auk þess er rík hefð fyrir því á minningar­deginum að færa starfs­stéttum, sem sinna björgun og að­hlynningu þegar um­ferðar­slys verður, þakkir fyrir mikil­vægt og ó­eigin­gjarnt starf.

Dag­skrá við­burða er á vefnum minningar­dagur.is. Sau­tján minningar­við­burðir eru skipu­lagðir um land allt í sam­vinnu við Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og verða flestir þeirra í beinu vef­streymi. Fólk er hvatt til að taka þátt með því að fylgjast með í gegnum streymi og kveikja á kertum til minningar um fólk sem látist hefur eða slasast al­var­lega í um­ferðinni.

Ein­kennis­lag dagsins er lag KK, When I Think of Angels, í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í um­ferðar­slysi í Banda­ríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt sam­tímis á öllum út­varps­stöðvum sem eru með lifandi, beina út­sendingu, á minningar­daginn kl. 14:00.

Að baki fram­kvæmd minningar­dagsins hér á landi standa: Lands­björg, Lög­reglan, sam­göngu- og sveita­stjórnar­ráðu­neytið, Sam­göngu­stofa, Sjálfs­björg og Vega­gerðin.