Svavars Gestssonar, fyrrverandi Alþingismanns, ráðherra, ritstjóra og sendiherra, hefur verið minnst víða í dag. Fréttablaðið hefur tekið saman nokkrar færslur af samfélagsmiðlum þar sem fyrrverandi ráðherrans er minnst.
Meðal þeirra er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún rifjar það upp að hún hafi kynnst Svavari sem pabba Svandísar. „En mundi auðvitað eftir honum frá fyrri tíð; hitti hann fyrst á framboðsfundi í Menntaskólanum við Sund vorið 1995. Það var engin spurning í mínum huga eftir þann fund hvern ég myndi kjósa þá.
Nú er þessi stjórnmálaskörungur fallinn frá eftir strembna banalegu. En fyrst og fremst er fallinn frá maður sem skildi eftir sig djúp spor í hugum okkar allra sem þekktum hann og nálgaðist tilveruna af áhuga og ástríðu allt til loka,“ skrifar Katrín.
Fleiri stjórnmálamenn líkt og Helga Vala Helgadóttir og Líf Magneudóttir minnast Svavars einnig. „Svavars verður sárt saknað enda var hann litríkur, ráðagóður og fróður maður og gjafmildur á góðu ráðin sín,“ skrifar Líf og segir alltaf hafa verið stutt í spaug og glettni hjá Svavari. Helga Vala segir að fallinn sé frá mikill stjórnmálaskörungur.
Þá minnast fleiri samfélagsrýnar Svavars með hlýju, líkt og þeir Egill Helgason og Stefán Pálsson. Stefán rifjar upp sín fyrstu kynni af Svavari á fjöldafundi Alþýðubandalagsins þar sem Svavar gaf sig á tal við Stefán.
„Það var sannarlega ekkert sjálfsagt við að gamall ráðherra gæfi sér tíma til að spjalla við álkulegan táning á kaffifundi, hvað þá á fyrstu mánuðum nýs kjörtímabils. En góðir pólitíkusar kveikja á svona löguðu og eru alltaf á tánum að efla hreyfinguna.“
Fleiri færslur þar sem Svavars er minnst má sjá hér að neðan.
Elsku Svavar okkar allra lést í nótt umvafinn fjölskyldu sinni. Við fjölskyldan skrifuðum og sendum út eftirfarandi...
Posted by Guðrún Ágústsdóttir on Monday, 18 January 2021
Það er í raun ótrúlega stutt síðan við fjölskyldan heimsóttum Svavar og Guðrúnu í Hólasel. Það var um miðjan ágústmánuð....
Posted by Katrín Jakobsdóttir on Monday, 18 January 2021
Svavars verður sárt saknað enda var hann litríkur, ráðagóður og fróður maður og gjafmildur á góðu ráðin sín. Hann...
Posted by Líf Magneudóttir on Monday, 18 January 2021
Fallinn er frá mikill stjórnmálaskörungur, samfélagsrýnir en ekki síst mikill fjölskyldumaður og vinur vina. Hann var...
Posted by Helga Vala Helgadóttir on Monday, 18 January 2021
Það hryggir mig að heyra af andláti Svavars Gestssonar. Við áttum stundum góð samtöl – síðast í síma ekki löngu fyrir...
Posted by Egill Helgason on Monday, 18 January 2021
Sumarið 1991 var ég orðinn sextán ára og á leið í framhaldsskóla. Sextán ára afmælisdagurinn veitti sjálfræði á þeim...
Posted by Stefán Pálsson on Monday, 18 January 2021
Fallinn er frá fv. menntamálaráðherra 1988-1991, Svavar Gestsson. Hann hafði ætíð mikinn áhuga á menntun og menningu...
Posted by Lilja Alfreðsdóttir / Mennta- og menningarmálaráðherra. on Monday, 18 January 2021
Svavar var fastur punktur í hinu pólitíska landslagi mestalla mína fullorðinstíð. Hann var svipmikill, fasmikill og...
Posted by Illugi Jökulsson on Monday, 18 January 2021
það er sannkallaður sjónarsviptir að Svavari Gestssyni, einum svipmesta stjórnmálamanni síðustu áratuga og einum af...
Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, 18 January 2021
Þetta er mikil sorgarfregn. Svavar var fjölskylduvinur, bjó fyrir ofan ömmu þegar ég fæddist og mikil væntumþykja...
Posted by Lísa Kristjánsdóttir on Monday, 18 January 2021