Fréttir

Minnast Hauks víða í Vesturbænum

Haukur Hilmarsson er talinn hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. Hans er minnst víða um Vesturbæinn með graffi, meðal annars á vegg við Háskóla Íslands.

Hér er búið að rita „Lifi Haukur“ á bílskúr á Hjarðarhaga í Vesturbænum. Einar Björgvin

Hauks Hilmarssonar, sem talinn er hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum, er minnst víða í Vesturbænum. Búið er að graffa „Lifi Haukur,“ meðal annars á vegg við Háskóla Íslands við Sæmundargötu.

Á vegg við Háskóla Íslands er búið að rita „Lifi Haukur.“ Fréttablaðið/Eyþór

Á bílskúr á Hjarðarhaganum í Vesturbænum, nærri Melaskóla, er einnig búið að rita „Lifi Haukur“ ásamt merki anarkista.

 Ekki er vitað hver var hér að verki, en talið er líklegt að það hafi verið gert í skjóli nætur nýliðna helgi. Við Háskóla Íslands og á öðrum bílskúr í Vesturbænum er búið að rita YPG, samtökin sem Haukur starfaði með og merki Anarkista. Í samtali við blaðamann Fréttablaðsins fyrr í dag verður graffinu við Háskóla Íslands ekki leyft að standa, og verður að öllum líkindum þrifið í dag eða á morgun. 

Sem fyrr segir er vísað til samtakanna YPG á tveimur stöðum í Vesturbænum. Talið er að Haukur hafi barist með YPG, eða The People‘s Protection Units. Samtökin hafa, ásamt kvenvarðliðinu YPJ, eða Women‘s Defense Units, barist í Afrin-héraði í Sýrlandi undanfarin misseri, þar sem Haukur er sagður hafa týnt lífi.

Íslensk stjórnvöld hafa enn ekki fengið staðfestingu á hvort Haukur hafi í raun og veru fallið í átökunum, en þó er það talið nær fullvíst. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er enn unnið að gagnaöflun í samstarfi við ríkislögreglustjóra. 

Haukur Hilmarsson

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun

Innlent

Bjóða börnum að koma með veika bangsa í skoðun

Erlent

Undir­búa þing­kosningar til að bjarga Brexit og stöðu May

Auglýsing

Nýjast

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Auglýsing