Hópur fólks safnaðist saman á Lækjartorgi fyrr í kvöld til þess að minnast þess að ár sé liðið frá því fyrstu fregnir bárust af því að aðgerðarsinninn Haukur Hilmarsson hefði fallið í Afrin. Á sama tíma hófst aðalmeðferð í máli tveggja kvenna sem kærðar eru fyrir að standa upp í flugvél og mótmæla brottvísun flóttamanns frá Nígeríu og safnaðist fólkið saman til að sýna konunum samstöðu. 

Líkt og flestum er kunnugt er talið nær klárt að aðgerðarsinninn Haukur Hilmarsson hafi fallið í Afrin í febrúar á síðasta ári. Fregnir af andláti hans bárust svo nokkrum dögum síðar, eða 6. mars árið 2018. 

Enn er margt óljóst frá því þá og lík Hauks hefur aldrei fundist. Talið er að hann hafi fallið í loftárásum Tyrkja í Afrin-héraði, en hann barðist með sveitum YPG eða People‘s Protection Units, sem útleggjast mætti sem lýðvarðssveitin á íslensku. Samtökin hafa, ásamt kvenvarðliðinu YPJ, eða Women‘s Defense Units.

Sjá einnig: Byltingarmenn geta ekki sofið út