Um 200 manns minnast nú Búsáhaldabyltingarinnar á Austurvelli en tíu ár eru liðin frá hruni.

Byltingarleiðtoginn Hörður Torfason og skáldið Hallgrímur Helgason, sem báðir voru áberandi í byltingunni, ávörpuðu hópinn.

Þeir sem mættu sýndu að þeir höfðu engu gleymt. Sjá mátti skilti þess efnis að Bjarni Benediktsson væri „aðalbófinn“ og að landvættirnir fjórir væru gerræði, frændhygli, hagsmunagæsla og flokkshygli. Þetta voru reyndar kallaðir óvættir.