Mikið styr hefur staðið um ákvörðum dönsku ríkisstjórnarinnar að aflífa alla minka í Danmörku eftir í ljós kom að ekki var lagaleg heimild fyrir fyrirskipuninni. Ríkisstjórnin krafðist þess að allir minkar í landinu yrðu aflífaðir eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist á minkabúum á Norður-Jótlandi í lok október, en alls átti að aflífa um 17 milljónir minka í landinu. Danska ríkisútvarpið, DR greinir frá.

Danskir bændur mótmæla nú framkomu ríkisstjórnarinnar í málinu. 500 dráttarvélum var ekki inn í miðborg Kaupmannahafnar í morgun og 400 til Árhúsa. Miklar umfarðatafir hafa orðið vegna mótmælanna.

Hart hefur verið sótt að Mette Frederikssen, forsætisráðherra og Mogens Jensen, fyrrverandi landbúnaðarráðherra síðustu vikur vegna málsins. Jensen neyddist til að segja af sér embætti vegna málsins í vikunni.

Danski ríkislögreglustjórinn Thorkild Fogde var kunnugt um að ólöglegt væri að aflífa smitaða minka í landinu áður en Mogens Jensen og Mette Frederiksen voru upplýst um málið.

Margir stjórnmálamenn gagnrýna Fogde harðlega og krefjast rannsóknar á málinu.

Tals­maður Frjáls­lynda flokksins, sem styður ríkis­stjórn Mette Frederik­sen og Jafnaðar­manna, segir að flokkurinn muni beita sér fyrir því að málið verði rann­sakað til hlýtar. Fod­ge sé ekki stætt í stóli ríkis­lög­reglu­stjóra fari hann ekki eftir settum lands­lögum.