Komnar eru fyrstu myndir af bílnum frá framleiðandanum sem sýna bílinn í lítils háttar felubúningi. Þar sést vel að hann heldur í Mini-form eins og fljótandi þak og kringlótt aðalljós. Nýr Countryman mun stækka nokkuð og verða næstum 4,5 metrar að lengd. Ef bíllinn fær sömu rafmótora og iX1 getur öflugasta útgáfan farið í 309 hestöfl en þá er bíllinn um sex sekúndur í hundraðið. Sá bíll er með 450 kílómetra drægi með 65 kWst rafhlöðu og búast má við mjög svipuðum tölum í Countryman.
Þar sem Mini Countryman stækkar nokkuð gæti verið pláss fyrir minni jeppling frá merkinu í framtíðinni. MYND/MINI
Von er á fyrstu 100% rafútgáfu Mini Countryman þegar framleiðsla á nýjum Countryman hefst seinna á þessu ári. Bíllinn verður framleiddur í verksmiðju BMW í Leipzig og verður byggður á sama FAARgrunni og BMW 1-línan.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir