Rann­sóknar­deild lög­reglunnar á Suður­nesjum rann­sakar nú inn­brot í spila­kassa á veitinga­stað í um­dæminu sem átti sér stað ný­lega. 

Um er að ræða þrettán spila­kassa sem voru skemmdir, en þeir voru spenntir upp og tæmdir. 

Ætla má að sex til átta milljónir króna hafi verið saman­lagt í kössunum. Lög­regla veitir ekki nánari upp­lýsingar að svo stöddu.