Launa­kröfur vegna launa­þjófnaðar og kjara­samnings­brota hlaupa á hundruð milljóna króna á ári og er meira en helmingur allra krafna stéttar­fé­laga gerðar fyrir hönd fé­lags­manna af er­lendum upp­runa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ sem birtist nú síð­degis um brota­starf­semi á vinnu­markaði.

Í skýrslunni kemur fram að fjögur aðildar­fé­lög ASÍ gerðu 768 launa­kröfur árið 2018 upp á sam­tals 450 milljónir króna og nam mið­gildi kröfu­upp­hæðar 262.534 krónum. Um 19 prósent launa­fólks á ís­lenskum vinnu­markaði er af er­lendum upp­runa.

Um helmingur allra krafnanna kemur úr hótel-, veitinga- og ferða­þjónustu en hæstu launa­kröfurnar eru gerðar á fyrir­tæki í mann­virkja­gerð.

Í takt við launa­kröfur stéttar­fé­laga

Fram kemur í skýrslunni að niður­stöður spurninga­könnunar Gallup séu í takt við launa­kröfur stéttar­fé­laga og bendir til þess að brota­starf­semi beinist remur gegn er­lendu launa­fólki og yngra fólki, sem sé með lægri tekjur og í ó­reglu­legu ráðningar­sam­bandi og hluta­störfum.

Við skoðun á launa­kröfum og spurninga­könnuninni benda til þess að brotin felist meðal annars í van­greiðslum á launum, á­lags­greiðslum og ýmsum réttinda­brotum. Hjá meiri­hluta launa­fólks, þá einkum þeim sem hafi lengri starfs­aldur og hærri tekjur, sé brota­starf­semi nærri ó­þekkt.

Segir í til­kynningu frá ASÍ að brota­starf­semi gagn­vart er­lendu launa­fólki sem og ung­mennum sé al­var­leg mein­semd á ís­lenskum vinnu­markaði, sem upp­ræta verði með öllum til­tækum ráðum.

„Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir ein­stak­linga. Þessir fé­lagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnu­markaði. Það eru hags­munir sam­fé­lagsins alls. Hér er á­byrgð stjórn­valda og sam­taka at­vinnu­rek­enda mikil.“

Segir að ríkis­stjórnin hafi í tengslum við gerð kjara­samninga gefið fyrir­heit um að gripið verði til fjöl­margra að­gerða gegn launa­þjófnaði og brota­starf­semi á vinnu­markaði. Fyrir­heit sem byggja á kröfum og á­herslum verka­lýðs­hreyfingarinnar.

„Fyrir liggur að­gerða­á­ætlun en verk­efnið nú er að fylgja yfir­lýsingunni eftir og hrinda að fullu í fram­kvæmd á næstu mánuðum þannig að stigin verði mark­viss og af­gerandi skref til að upp­ræta brota­starf­semi á vinnu­markaði.“