Á­ætlað er að 140 milljónir barna um allan heim muni fara á mis við sinn fyrsta skóla­dag vegna heims­far­aldursins. Þetta kemur fram á vef­síðu Unicef.

Á heims­vísu hafi skólar verið lokaðir að meðal­tali í 79 kennslu­daga á síðasta ári. Hjá 168 milljónum nem­enda hafi skólar verið lokaðir allt árið eftir að far­aldurinn hófst.

Niður­stöður nýrrar rann­sóknar Unicef á slæmum á­hrifum skóla­lokanna vegna Co­vid-19 hjá börnum í Suður-Asíu sýnir að lokanir á skólum hafa skapað mikla mis­skiptingu og ó­jöfnuð á náms­tæki­færum barna þar. Þá hafi að­gerðir stjórn­valda til að auka fjar­kennslu hafa borið tak­markaðan árangur meðal annars vegna tak­markaðs að­gengi að búnaði og lé­legs net­sam­bands.

Námi 434 milljóna barna í heims­hlutanum hefur verið raskað vegna lokana á skólum að því er fram kemur í niður­stöðunum. Þá telur veru­legur hluti nem­enda og for­eldra þeirra að börnin séu að læra mun minna en fyrir heims­far­aldurinn.

Rann­sóknin sýndi einnig tengsl á milli reglu­legra sam­skipta nem­enda og kennara og gæði náms, sér í lagi hjá yngri börnum. Niður­stöður sýna hins vegar að flestir nem­endur höfðu haft lítil sem engin sam­skipti við kennara sína eftir að skólum var lokað.

Unicef telur mikil­vægt að stjórn­völd for­gangs­raði í þágu öruggrar endur­opnunar skóla og tryggi einnig að börn geti haldið á­fram að fá menntun af sam­bæri­legum gæðum ef grípa þurfi til fjar­kennslu.