Á­kveðið hefur verið að setja um milljón skammta af bólu­efni Moderna gegn Co­vid-19 á bið eftir að agnir af ó­þekktu efni fundust í nokkrum skömmtum en í síðustu viku voru um 1,63 milljón skammtar af bólu­efninu settir á bið af sömu á­stæðu.

Að því er kemur fram í frétt Reu­ters um málið komu upp tvö ný til­felli í gær þar sem um mögu­lega mengun var að ræða í skömmtum héruðunum Gunma og Okinawa og voru í kjöl­farið tvær fram­leiðslu­lotur teknar úr um­ferð.

Í Gunma fundust svartar agnir í bólu­efna­skammti en í Okinawa fundust svartar agnir í einum skammti og sprautu, auk þess sem bleikt ó­þekkt efni fannst í annarri sprautu.

Heil­brigðis­ráðu­neyti Japan segir mögu­legt að ein­hver til­felli megi rekja til þess að nálum hafi verið stungið vit­laust í bólu­efna­glösin með þeim af­leiðingum að gúmmí hafi endað í glasinu.

Í heildina er því um að ræða rúm­lega 2,6 milljón skammta sem mögu­lega eru mengaðir. Ríf­lega 500 þúsund manns fengu bólu­efni úr þeim fram­leiðslu­lotum sem hafa verið teknar úr um­ferð tíma­bundið.

Greint var frá því um helgina að tveir karl­menn á fer­tugs­aldri hafi látist eftir að hafa verið bólu­settir með skömmtum úr lotunum sem um ræðir. Verið er að rann­saka dánar­or­sök þeirra en að sögn yfir­valda er ekkert sem bendir til að svo stöddu að mennirnir hafi látist af völdum bólu­efnisins.