Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í morgun að dauðsföll af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum séu komin yfir eina milljón.

Kemur fram að þótt að það hafi hægst á dauðsföllum af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum séu enn um 360 manns sem falli frá af völdum kórónaveirunnar á hverjum degi.

Fyrsta smitið í Bandaríkjunum greindist þann 21. janúar árið 2020 og mánuði síðar var fyrsta dauðsfallið skráð.

Af rúmlega 500 milljónum smita á heimsvísu hafa flest greinst í Bandaríkjunum sem og flest dauðsföll.