Vist­fræðingur við Há­skólann í S­yd­n­ey telur að fyrra mat vist­fræðinga, um að tæp­lega 500 milljón dýr hafi látist í gróður­eldunum í Ástralíu, hafi verið að hluta til gallað þar sem það tók að­eins á þeim dýrum sem höfðu farist í Nýju Suður Wa­les og ekki öllum tegundum dýra. Nýtt mat er nú að meira en milljarður dýra hafi látist í Ástralíu.

„Upp­runa­lega matið, sem var 480 milljónir, var byggt á spen­dýrum, fuglum, og skrið­dýrum, sem við erum með mikið af, og sú tala er nú orðin úr­elt. Matið er nú rúm­lega 800 milljónir miðað við út­breiðslu eldanna, einungis í Nýju Suður Wa­les,“ sagði Chris Dick­man, vist­fræðingur hjá Há­skólanum í S­yd­n­ey í sam­tali við Huff­Post.

Það mat tekur þó ekki til leður­blaka, froska og hrygg­leysingja. Með þeim töldum á­ætlar Dick­man að fjöldinn fari „vafa­laust“ yfir einn milljarð.

Eina vonin að ríkisstjórnin hlusti á vist- og umhverfisfræðinga

Stu­art Blanch, um­hverfis­fræðingur hjá Al­þjóð­lega náttúra­verndar­sjóðinum í Ástralíu (e. World Wild­li­fe Fund Austra­li­a), tók undir mat Dick­man og sagði hann að miðað við út­breiðslu eldanna væri einn milljarður hóg­vært mat. Fjöl­margar tegundir dýra eru nú í mikilli út­rýmingar­hættu vegna eldanna og eru nokkrar tegundir stutt frá því að þurrkast gjörsamlega út.

For­sætis­ráð­herra Ástralíu, Scott Morri­son, hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir við­brögð sín og ríkis­stjórnarinnar þegar kemur að eldunum. Að sögn Dick­man er eina von Ástralíu í þessum hörmungum að ríkis­stjórnin hlusti á ráð vist- og um­hverfis­fræðinga.

„Ef heppnin er með okkur mun ríkis­stjórnin núna í raun og veru koma til baka og hugsa; OK, við þurfum vísindin. Við þurfum líkanar­spárnar. Við þurfum mjög góð, vel upp­lýst ráð um hvað við ættum að vera að gera,“ sagði Dick­man en hann sagði ríkisstjórnina ekki hafa viljað hlustað á sérfræðinga.