Bilun í af­þreyingar­búnaði Boeing 757-200 vélar Icelandair, á leið frá Manchester til Kefla­víkur­flug­vallar, varð til þess lenda þurfti í Glas­gow á meðan unnið var að við­gerð. 

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að vélinni hafi verið lent í Glas­gow. Ekki lá fyrir þá hvað olli því að gripið var til þessa ráðs en það kemur nú fram í svari Ás­dísar Péturs­dóttur við fyrir­spurn blaðsins. 

Þar segir að með biluninni í af­þreyingar­búnaðnum hafi fylgt bruna­lykt í far­þega­rými vélarinnar. Vélin hafi síðan lagt aftur af stað kl. 16:30, um hálf­tíma eftir að hún lenti í Glas­gow. 

Vél af sömu gerð var lent í Glas­gow í gær en það var vegna veikinda far­þega um borð í vélinni. Ekki var um að ræða sömu vél og í dag.