Milla Ósk Magnús­dóttir hefur látið af störfum sem að­stoðar­maður mennta- og menningar­mála­ráð­herra og tekið við starfi að­stoðar­manns Willums Þórs Þórs­sonar heil­brigðis­ráð­herra sam­kvæmt vef Stjórnar­ráðsins.

Í desember 2019 tók Milla við starfi að­stoðar­manns Lilju Al­freðs­dóttur sem þá var mennta- og menningar­mála­ráð­herra. Í nýrri ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur, sem tók við störfum 28. nóvember, er Lilja orðin ferða­mála-, við­skipta- og menningar­mála­ráð­herra. Willum tók við em­bætti af Svan­dísi Svavars­dóttur sem nú er sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra.

Milla starfaði hjá Ríkis­út­varpinu áður en hún gerðist að­stoðar­maður Lilju og er menntaður lög­fræðingur frá Há­skólanum í Reykja­vík.