Innlent

Milestone-bræður dæmdir til að greiða fimm milljarða

Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernersson hafa verið dæmdir í Hæstarétti til þess að greiða þrotabúi Milestone 5.2 milljarða króna.

Karl Wernersson.

Hæstiréttur dæmdi í dag þrotabú Karls og Steingríms Wernerssona til að greiða þrotabúi Milestone rúmlega fimm milljarða króna. Upphæðin er komin vegna kaupa bræðranna á hlut systur þeirra, Ingunnar Gyðu Wernersdóttur í fyrirtækinu. Bræðurnir létu fyrirtækið greiða fyrir hlutabréfakaupin án þess að tryggja hagsmuni félagsins.

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um það að Karl og Steingrímur bæru ábyrgð á því að Milestone hefði verið látið fjármagna kaup bræðranna á hlutabréfum systur þeirra í fyrirtækinu. Upphaflega var Ingunni systur þeirra stefnt en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hana í fyrra.

Árið 2010 stefndi Milestone bræðrunum og Guðmundi Ólasyni til skaðabótagreiðsu. Þar voru þeir meðal annars sakaðir um umboðssvik “með því að hafa í störfum sínum hjá Milestone ehf. misnotað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegri fjártjónshættu.” Málinu var hins vegar frestað vegna sakamáls sem sérstakur saksóknari rak gegn mönnunum. 

Réttað var í skaðabótamáli Milestone eftir að sakamálinu lauk og voru þeir Karl og Steingrímur, auk Guðmundar, dæmdir til að greiða þrotabúinu rúma fimm milljarða í skaðabætur. Karl og Steingrímur áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar, en þeir voru báðir lýstir gjaldþrota áður en málinu lauk og tóku þrotabú þeirra við málarekstrinum. 

Í dómnum kemur fram að Karl hafi krafist þess að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yrði dæmdur ómerktur þar sem hann kvað að á sig hefði verið hallað þar sem honum var synjað um að leggja fram nýrri málsgögn eftir að gagnaöflun hafði verið lýst lokið. Samt sem áður hefði þrotabú Milestone mátt leggja fram afrit af dómi Hæstaréttar. 

Hæstiréttur vísaði þessum rökum Karls á bug, sagði að dómara hefði borið að hlutast til um að endurrit nýfallins hæstaréttardómsins yrði lagt fram í dómsmálinu. Karl hefði hins vegar haft meira en fimm og hálft ár til að leggja fram fyrrnefnd dómsskjöl. 

Milestone stóð á sínum tíma í stórtækum viðskiptum víða um lönd, höndlaði með fasteignir, átti Sjóvá og bankann Askar Capital og ásamt fjölmargum lyfjaverslunum. Milestone átti einnig á sínum tíma hlut í Glitni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mikill fjöldi keyrði undir á­hrifum fíkniefna í júlí

Innlent

Óska eftir vitnum að hópá­rás á Flúðum

Innlent

Stuðnings­full­trúinn fær ekki að snúa aftur til starfa

Auglýsing

Nýjast

Metfjöldi skráðra mislingatilfella í Evrópu

Kvarta og krefja Kristínu um af­sökunar­beiðni

Frans páfi: „Við sýndum þeim litlu enga um­hyggju“

Bubba blæddi mikið eftir slag­æðar­rof

Toyota Verso undir niðurskurðarhnífinn

Hljóp út í móa og sparkaði í lög­­­reglu­mann

Auglýsing