Ás­mundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi, segir að kjör­dæma­dagarnir verða með öllu raf­rænir hjá sér og öðrum þing­mönnum kjör­dæmisins að þessu sinni.

„Það er miklum erfið­leikum háð að sinna kjör­dæma­dögum. Venju­lega höfum við haft það þannig í Suður­kjör­dæmi að við höfum farið saman en nú er ekkert svo­leiðis. Við höfum verið að skoða það að setja upp svona Zoom fundi,“ segir Ás­mundur.

„Það sem okkur Sjálf­stæðis­menn snertir þá vorum við að funda í morgun með at­vinnu­rek­endum á Suður­nesjum. Við munum funda með bæjar­stjórn Reykja­nes­bæjar á morgun,“ segir Ás­mundur og bætir við að þing­menn hafa verið í miklum sam­skiptum við kjör­dæmið á síðustu vikum vegna at­vinnu­á­standsins.

„Það hafa verið rosa­lega margir fundir núna útaf at­vinnu­lífinu með sveitar­stjórnum og lands­sam­tökum alveg síðan í sumar. Þannig menn eru mjög mikið í tengslum.“

Þing­menn munu einnig funda með þróunar­fé­lag Kefla­víkur­flug­vallar en dag­skráin mun skýrast í dag og á morgun, segir Ás­mundur.

Allir fundur raf­rænir í Norð­austur­kjör­dæmi

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þingis og þing­maður Vinstri grænna í Norð­austur­kjör­dæmi, segir að allir fundir í kjördæminu verða raf­rænir að þessu sinni.

„Við erum búin að setja upp dag­skrá í norð­austur sem verður al­gjör­lega raf­ræn. Það vita allir að því í hvernig á­standi við erum,“ segir Stein­grímur.

„Það gilda bara al­menn til­mæli sótt­varnar­yfir­valda þannig það kom ekkert annað til greina en að setja upp dag­skrá með fjar­fundum með sveitar­fé­lögum, sam­tökum og stofnunum. Við erum með fulla dag­skrá á morgun og föstu­daginn í norð­austur,“ segir Steingrímur

„Stundum er safnað nokkrum aðilum saman eins og fram­halds­skólunum fyrir norðan og austan saman,“ segir Steingrímur að lokum.