Miklar tafir og erfiðleikar eru í dag á þjónustu Strætó úthverfum borgarinnar vegna ófærðar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó, en viðskiptavinir eru beðnir að fylgjast með rauntímakorti og heimasíðu Strætó til að sjá stöðuna á vögnum og leiðum.
Búist er við því að ástandið batni upp úr miðjum degi.