Sig­ríð­ur Dóra Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmd­a­stjór­i lækn­ing­a hjá Heils­u­gæsl­u höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, seg­ir á­lag­ið hafa auk­ist gríð­ar­leg­a á sýn­a­tök­u heils­u­gæsl­unn­ar und­an­farn­a daga. Unnið er að því að koma upp að­stöð­u fyr­ir sýn­a­tök­u fyr­ir Ís­lend­ing­a sem koma heim frá út­lönd­um.

„Það er gríð­ar­leg­a mik­ið álag í sýn­a­tök­u upp á Suð­ur­lands­braut. Ég hef ekki heyrt töl­ur í dag en í gær var gríð­ar­leg­a mik­ið af sýn­a­tök­um. Við tök­um öll þau sýni sem þarf sem og þeir sem eru að fara úr land, ferð­a­menn geta bók­að hjá okk­ur bæði PCR eða hrað­próf eft­ir því hvað þeir þurf­a. Þett­a eru ein­hverj­ar þús­und­ir sem við erum að taka á dag,“ seg­ir Sig­ríð­ur en Co­vid-smit­um hef­ur fjölg­að mik­ið að und­an­förn­u.

Mik­ill fjöld­i hef­ur far­ið í bólusetningu und­an­farn­a daga.
Fréttablaðið/Ernir

Hún seg­ir að frem­ur ró­legt hafi ver­ið í sýn­a­tök­unn­i þang­að til ferð­a­menn tóku að streym­a til lands­ins á nýj­an leik. „Þá jókst töl­u­vert í og þá fór­um við að bjóð­a upp á þess­i hrað­próf sem eru til við­bót­ar við PCR-próf­in. Svo er mjög mik­ið af ein­kenn­a­sýn­um og sýn­um út af teng­ing­um og sam­kvæmt ráð­lagn­ing­um rakn­ing­ar­teym­is.“

Ís­lend­ing­um sem koma til lands­ins er ráð­lagt að fara í sýn­a­tök­u við heim­kom­u en er það ekki skylt. Sig­ríð­ur seg­ir nú unn­ið að því að koma upp að­stöð­u fyr­ir sýn­a­tök­u fyr­ir Ís­lend­ing­a á Kefl­a­vík­ur­flug­vell­i.

„Við erum að vinn­a í að koma upp þeirr­i að­stöð­u svo Ís­lend­ing­ar geti far­ið í sýn­a­tök­u þeg­ar þeir lend­a. Það verð­ur von­and­i kom­ið mjög fljótt en þang­að til eru all­ir Ís­lend­ing­ar sem óska eft­ir sýn­a­tök­u vel­komn­ir á Suð­ur­lands­braut og geta bók­að sig á Heils­u­ver­u.“

Heils­u­gæsl­an lof­ar því að nið­ur­stöð­ur ligg­i fyr­ir úr PCR-próf­i á minn­a en sól­ar­hring og seg­ir Sig­ríð­ur nið­ur­stöð­ur oft­ast ber­ast fyrr. Nið­ur­stöð­ur liggj­a fyr­ir úr hrað­próf­i á hálf­tím­a.