Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin segir lík­legt að heims­far­aldur gæti brotist út vegna kóróna­veirunnar en sam­kvæmt stofnuninni er mjög lík­legt að far­aldur verði í Kína. Sjúk­dómurinn hefur þegar dregið 82 til dauða og þrjú þúsund smit hafa verið stað­fest, af þeim eru 461 í lífs­hættu.

Grunur liggur á að um það bil 6000 manns til við­bótar séu smituð en líkur eru á því að það séu fleiri. Hvorki eru til bólu­efni né lyf við sjúk­dómnum en þó hafa 51 smitaðir ein­staklingar jafnað sig af veirunni og verið út­skrifuð af spítala.

Engin látin utan Kína

Meiri­hluti til­fellanna hefur komið upp í Hubei, land­luktu héraði í mið­hluta Kína, en veiran kom upp­runa­lega upp í höfuð­borg héraðsins, Wu­han. Þó er búið að stað­festa til­felli smits meðal 44 ein­stak­linga í öðrum löndum, meðal annars í Banda­ríkjunum, Finn­landi, Frakk­landi og Ástralíu. Engin hefur látist utan Kína.

Um er að ræða áður ó­þekkta veiru sem veldur lungna­bólgu. Veiran getur smitast milli manna en ekki er vitað hversu smitandi hún er. Mikið eftir­­lit er með veirunni í Kína og talið er að far­bann í Hubei hafi á­hrif á um 60 milljónir sem þar eru stödd.

Nú standa yfir ný­árs­há­tíðar­höld og margir lands­menn Kína eru á far­alds­fæti. Yfir­völd hafa því á­kveðið að fram­lengja fríið og fresta opnun skóla. Þetta er gert til að halda veirunni í skefjum og hefta út­breiðslu.

Ó­vissu­stig á Ís­landi

Í dag var lýst yfir ó­vissu­stigi al­manna­varna á Ís­landi vegna veirunnar en það er að­eins gert þegar grunur vaknar um að yfir­­vofandi sé at­burður sem hefur á­hrif á lýð­heilsu al­mennings. Í kjöl­farið var vöktun efld og farið var yfir við­bragðs­á­ætlanir og fyrir­­­liggjandi verk­­ferla.

Grímur sem þekja öndunarfæri seldust upp í öllum verslunum í Wuhan þegar upplýsingar um veiruna bárust.
Fréttablaðið/Getty