Mikið álag var á Slökkvi­liði höfuð­­borgar­­svæðisins í gær. Þá sinnti það 171 sjúkra­flutningi, þar af 57 Co­vid-tengdum flutningum auk 26 for­­gangs­­verk­efna.

Þá voru dælu­bílar kallaðir til fimm sinnum, til að mynda vegna vatns­­tjóns og smá­elda. Þá var slökkvi­lið einnig kallað til vegna manns sem fót­brotnaði á Móskarðs­hnjúkum.

„Staðið á haus er það stundum kallað þegar mörg verk­efni eru í gangi í einu en það mætti segja um gær­­kvöldið og síðasta sólar­hring,“ segir í færslu á Face­book-síðu slökkvi­liðsins í morgun.

„Þetta varð sam­vinnu­­verk­efni slökkvi­liðs, björgunar­sveita og Land­helgis­­gæslu og gekk þetta verk­efni mjög vel og var leist á einum og hálfum tíma og þökkum við fé­lögum okkar að­­stoðina,“ segir enn fremur í færslunni.

„Farið nú var­­lega og eigið góðan dag.“