Norð­menn léttu á ýmsum tak­mörkunum vegna Co­vid-19 í kvöld en enn er þó við lýði eins metra nándar­regla og grímu­skylda. Stefnt er að því að af­létta öllum tak­mörkunum fyrir þann 17. febrúar.

For­sætis­ráð­herra Noregs, Jonas Gahr Støre, hélt blaða­manna­fund í kvöld þar sem hann til­kynnti um af­léttingarnar en á­rétti á sama tíma að far­aldrinum væri ekki lokið.

Sam­kvæmt nýju reglunum eru ekki nein tak­mörk fyrir því lengur hversu margir mega koma saman á heimili eða á við­burðum innan- eða utan­dyra. Á sitjandi við­burðum er ekki lengur nándar­mörk. Þá þarf ekki lengur að þjóna til borðs.

Þá er mælst til þess að skólar á öllum skóla­stigum taki aftur upp stað­kennslu og að fólk snúi aftur til vinnu á sínum vinnu­stöðum í stað þess að það vinni heima. Greint er frá á vef NRK.

Norð­menn eru ekki þau einu sem hafa ráðist í miklar af­léttingar því á mið­nætti var öllum tak­mörkunum af­létt í Dan­mörku.