Það skiptir sköpum að koma menningar­lífi í landinu í gang að nýju, eftir því sem næst al­gjöra stöðvun. Þetta er mat Sam­taka at­vinnu­veit­enda í sviðs­listum og tón­list, SAVÍST, sem hvetja stjórn­völd til að leita leiða til að starf­semi lista- og menningar­stofnana geti farið af stað á nýjan leik í þrepum á næstu vikum.

Aðilar að SAVÍST eru Ís­lenska Óperan, Ís­lenski dans­flokkurinn, Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands, Borgar­leik­húsið, Menningar­fé­lag Akur­eyrar, Þjóð­leik­húsið og RÚV.

Vilja svipaða nálgun

Í á­lyktun SAVÍST kemur fram að stjórn­endur menningar­stofnana hafi verið í nánu og reglu­legu sam­tali við al­manna­varnir um hvernig bregðast megi við á­standinu hverju sinni. Þá hafi menningar­stofnanir landsins kapp­kostað að nálgast málið af á­byrgð og fylgja ítrustu til­mælum yfir­valda í einu og öllu.

Meðal þess sem SAVÍST leggur til er að skoðað verði hvort unnt sé að nálgast menningar­starf­semi með sama hætti og gert hefur verið með í­þrótta­hreyfinguna, það er að heimila að lista­menn geti hafið störf á sviði á svipaðan hátt og í­þrótta­mönnum hefur verið gert kleift að hefja iðkun á í­þrótta­velli.

Mikilvægt að hefja æfingar sem fyrst

„Viljum við leita allra leiða til að geta hafið störf sem fyrst innan stofnananna, en þó alltaf í sam­ræmi við til­mæli og skil­yrði yfir­valda. Að sjálf­sögðu vilja menningar­stofnanir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mikil­vægast er þó að æfingar og annar undir­búningur við­burða geti hafist hið fyrsta og farið fram með eins eðli­legum hætti og unnt er. Þar mætti horfa til þeirra til­slakana sem gerðar hafa verið fyrir á­kveðna þætti at­vinnu­lífsins, í­þrótta­hreyfinguna og skóla,“ segir í á­lyktun sam­takanna.

„Það er okkur kapps­mál að standa vörð um menningu og listir, þann breiða hóp sem at­vinnu hefur af list­greinum og alla lands­menn sem sækja and­lega næringu í þann brunn. Heill okkar og hamingja er í húfi,“ segir að lokum.