Ráð­gjafar­hópur um­boðs­manns barna á­réttar á­byrgð fjöl­miðla á því að tryggja réttindi og hags­muni barna í allri um­fjöllun um þau. Í yfir­lýsingu í­trekar hópurinn lög­festingu Barna­sátt­málans, frið­helgi einka­lífs barna, og á­byrgð fjöl­miðla á að virða á­kvæði hans. Þau leggja til að sett verði sér­stök lög til um fjöl­miðla­um­fjöllun um börn og þátt­töku barna í fjöl­miðlum. Þau segja það á­byrgð fjöl­miðla að koma í veg fyrir að á þeirra miðlum birtist efni sem geti orðið til þess að börn séu niður­lægð í sam­fé­lags­um­ræðu.


„Upp­taka af at­viki sem átti sér stað í út­sendingu Ríkis­sjón­varpsins hefur farið mjög víða á sam­fé­lags­miðlum síðustu viku sökum þess að út­sending var ekki rofin strax eins og rétt hefði verið. Þess í stað náðist öll at­burða­rásin á mynd­band sem fór síðar út á al­netið og þaðan í fjöl­miðla. Ís­lenskir fjöl­miðlar fjölluðu ekki mikið um málið, sem er virðingar­vert. Því miður rataði það þó í er­lenda fjöl­miðla, og á sam­skipta­miðla,“ segja þau í yfir­lýsingu sinni.

Upp­taka af at­viki sem átti sér stað í út­sendingu Ríkis­sjón­varpsins hefur farið mjög víða á sam­fé­lags­miðlum síðustu viku sökum þess að út­sending var ekki rofin strax

Regluverk ekki nógu skýrt

Þau segjast hafa á­hyggjur af því að ekki sé nógu skýrt reglu­verk í kringum fjöl­miðla­um­fjöllun um börn og þátt­töku barna í fjöl­miðlum.

„Það er mikil­vægt eins og fyrr segir að börnum sé tryggð vernd gegn opin­berri niður­lægingu í fjöl­miðlum sbr. skyldur ís­lenskra stjórn­valda til þess að halda Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna í heiðri,“ segir í yfir­lýsingu þeirra.
Ráð­gjafa­hópur Um­boðs­manns barna var fyrst stofnaður árið 2009 og var starf hans bundið í lög árið 2019. Hlut­verk ráð­gjafar­hópsins er, meðal annars, að veita um­boðs­manni barna ráð­gjöf um réttindi og hags­muni barna og ung­menna, að fást við ein­staka verk­efni í sam­starfi við starfs­menn em­bættisins, að vinna að fjöl­breyttum verk­efnum sem stuðla að vitundar­vakningu barna og ung­menna um réttindi þeirra og að sækja fundi, ráð­stefnur og aðra við­burði þar sem fjallað er um mál­efni barna.

Þátt­tak­endur ekki ekki valdir til þátt­töku af RÚV

Fjallað var um málið á vef Frétta­blaðsins í gær en þar sagði Um­boðs­maður barna að sér­stök á­byrgð sé á út­sendingar­aðilum þegar börn taka þátt. „Við leggjum mikla áherslu á að börn taki þátt og það sé þeirra réttur. Við viljum hvetja þau áfram til þátttöku en það er gríðarlega mikilvægt að þegar þau taka þátt þá séu í öruggu umhverfi og upplifi sig örugg,“ sagði Salvör.

Stefán Ei­ríks­son, út­varps­stjóri, sagði að börn og ung­menni taka þátt í fjöl­mörgum við­burðum sem gerð eru skil í út­varpi og sjón­varpi en að þátt­tak­endur séu ekki valdir til þátt­töku af RÚV heldur við­komandi skólum og fái margs­konar þjálfun og stuðning af þeirra hálfu sömu­leiðis í tengslum við þá þátt­töku. Stefán sagði að við­burðum af þessu tagi væri miðlað í beinni út­sendingu „eðli málsins sam­kvæmt“ og gaf ekki skýrt svar við fyrir­spurnum Frétta­blaðsins um það hvort það kæmi til greina að seinka út­sendingu þegar börn taka þátt svo hægt væri að bregðast við ef eitt­hvað kemur upp á.