Anna Lísa er ein af stofn­endum fé­lagsins og hefur lengi sinnt starfi þess. Hún segir að ekki sé rætt á nægi­lega opin­skáan hátt um snemm­búinn fóstur­missi.

„Ég tala auð­vitað kannski of mikið um fóstur­missi, og missi á með­göngu en svona í dag­legu tali í sam­fé­laginu er lang oftast talað um frjó­semi út frá þeirri vissu að allt muni ganga vel á með­göngu,“ segir Anna Lísa.

„Það er ekki tekið inn í þessa hefð­bundnu um­ræðu að allt að þriðja hver kona muni upp­lifa missi á með­göngu, lang­flestar fyrir tólf vikur,“ bætir hún við.

Því að missa fóstur getur fylgt mikil sorg og mis­munandi er hvernig sorgin kemur fram á milli ein­stak­linga. Anna Lísa segir að engin ein við­brögð sé rétt eða röng. Sumar konur haldi á­fram strax á meðan aðrar upp­lifa sjálfs­á­sökun eða mikinn missi. Stundum komi til­finningarnar upp miklu seinna.

„Við hjá Gleym mér ei erum með stuðnings­hóp á netinu fyrir fóstur­lát og annan fyrir and­vana fæðingar, það hjálpar sumum að tala við fólk í sömu stöðu en það er líka svo mis­munandi hvernig sorgin brýst út.“

Margar konur kjósa að upp­lýsa ekki um þungun fyrr en þær eru gengnar tólf vikna með­göngu. Anna Lísa segir það sam­fé­lags­lega reglu að segja ekki frá „,Þetta er kannski af því að fóstur­lát gerist oftast á þessum vikum. Það gerir það líka að verkum að kannski er ekki „leyfi­legt“ að syrgja missi fyrir tólf vikur, en það getur samt verið mikil sorg. Og þá eru for­eldrar, eða móðir, komin í þá stöðu að þurfa að þykjast vera í lagi en vera samt syrgjandi ein, og það getur verið ein­angrandi, jafn­vel innan annars góðs sam­bands,“ segir Anna Lísa.

Hún segir að mikil­vægt sé að gefa sorginni sem fylgir gaum og hlusta á fólkið í kringum sig. „Reyndu að nálgast þessa sorg með kær­leika, kær­leika til þín, kær­leika til maka, kær­leika til að­stand­enda. Og besta ráðið sem yndis­leg vin­kona mín gaf mér var – það sem fólk þó segir í van­mætti sínum, segir það af kær­leika.“

Styrktar­fé­lagið Gleym mér ei hefur lagt sitt af mörkum í að hjálpa þeim sem bæði missa fóstur og barn. Til að mynda hefur fé­lagið sett á stokk minningar­kassa sem for­eldrum and­vana barna eru færðir og inni­halda til að mynda hand­aför og fót­spor and­vana fæddra barna þeirra á­samt því að standa að endur­bótum Duf­treits fyrir fóstur í kirkju­garðinum í Foss­vogi. Fé­lagið er al­farið rekið á styrkjum og segir Anna Lísa að án þeirra væri fé­lagið ekki til.

„Ég verð því að fá að minna á að hægt er að styrkja fé­lagið í gegn um Reykja­víkur­mara­þon Ís­lands­banka sem er eina fjár­öflun fé­lagsins,“ segir Anna Lísa að lokum.