Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir mikil­vægt að þeir sem áður hafi fengið CO­VID-19 mæti í sprautu þegar þeir verða boðaðir. Það sé í höndum Heil­brigðis­gæslu höfuð­borgar­svæðisins. Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir stað­festir að hópurinn verði boðaður í vikunni.

Til­kynnt var fyrir helgi að yfir­völd mæli nú með bólu­setningu þeirra sem áður hafa sýkst af CO­VID. Þó er ekki mælt með bólu­setningu nema þegar lengra er liðið en þrír mánuðir frá sýkingu. Þór­ólfur segir nýjar rann­sóknir benda til mikil­vægi þess að hópurinn sé bólu­settur. Áður hafði hópnum verið snúið við úr bólusetningu vegna skorts á tilmælum frá sóttvarnalækni.

„Rann­sóknir sem eru að koma út núna sýna að það sé mjög heppi­legt að gera það og þá eru þeir sem fengið hafa CO­VID extra vel varðir svo það er mikil­vægt að þeir mæti í sprautu líka,“ segir Þór­ólfur. Rúm­lega 6600 manns til­heyra þessum hóp.

Að­spurður að því hvort að hópurinn muni fá boð segir Þór­ólfur að öll skipu­lagning sé í höndum Heilsu­gæslunnar. „Þetta hefur verið í höndum heilsu­gæslunnar að á­kveða hvernig og hvort þetta fólk verði boðað á hefð­bundinn máta með strika­merkingum eða hvort það verði opið hús.“

Munu fá boð

Að sögn Ragn­heiðar Óskar, fram­kvæmda­stjóra hjúkrunar hjá Heilsu­gæslunni mun hópurinn fá boð í vikunni. Ár­gangar 2003-2004 og 2005 séu búnir að fá boð á mið­viku­dag.

„Síðan eru það hinir, en það eru sirka 4000 manns sem að við ætlum að reyna að taka hluta af á morgun, og við munum þá boða þau sam­dægurs og sjáum þá hvað við komumst langt með þennan hóp,“ segir hún.

Að­spurð að því hvort að mót­efna­menni þurfi bara eina sprautu segir Ragn­heiður að fulla bólu­setningu þurfi fyrir hópinn. Því sé stefnt að því að nýta Jans­sen, þar sem ein sprauta dugir, fyrir hópinn.

„Ef það er Pfizer þá þurfa þau tvær, þess vegna ætlum við að taka sem flesta í Jans­sen. Við sjáum hvernig dagurinn fer af stað á morgun og sendum þá út boð,“ segir hún.

Að­spurð segir Ragn­heiður það mis­munandi á milli landa hvernig bólu­setningu sé háttað fyrir mót­efna­fólk. „Já það er mis­munandi milli landa hvernig þessi hópur er, en hjá okkur eru það tvær af Pfizer eða Moderna eða ein af Jans­sen.“