Bryn­dís Ýr Gísla­dóttir, náttúru­vá­r­sér­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands segir að það sé ekki nein breyting á eld­gosinu sem þau sjái.

„Það eru engar vís­bendingar um að það sé að aukast eða minnka,“ segir Bryn­dís.

Það er tals­verð gasmengun á svæðinu og á vef Veður­stofunnar má sjá spá um dreifingu gasmengunar og sam­kvæmt nýjustu spánni er ekki talin hætta af gasinu í byggð. Í hug­leiðingum veður­fræðings í dag segir að búast megi við gasmengun vegna eld­gossins á Reykja­nesi, mest nærri upp­tökunum. Gas­dreifing er til norð­austurs frá gos­stöðvunum í átt að höfuð­borgar­svæðinu, en ó­lík­legt er að gas­styrkur verði hættu­legur þar.,

„Það er gott að skoða spár sem eru fyrir gas­mælingar og annað,“ segir Bryn­dís Ýr.

Svona er nýjasta spáin um gasdreifingu
Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Magn brenni­steins­díoxíðs skiptir máli

Í til­kynningu frá Veður­stofunni segir að það sé mjög mikil­vægt fyrir spá­líkön um gas­dreifingu að hafa ná­kvæmar upp­lýsingum um brenni­steins­díoxíðs (SO2) við upp­tök eld­gos. Melissa Anne Pf­ef­fer og Tryggvi Hjör­var, starfs­menn Veður­stofunnar, fóru því að upp­tökunum laugar­dag og sunnu­dag og mældu magn brenni­steins­díoxíðs með fjar­könnunar­búnaði svo­kölluðum DOAS (Dif­ferenti­al Opti­cal Absorp­tion Spectroscopy).

Magn brenni­steins­díoxíðs reyndist vera í sam­ræmi við nú­verandi gildi sem eru notuð við líkana­reikning, um 15 - 55 kg/s.

Til þess að reikna spá­líkön fyrir gas­dreifingu þarf einnig að vita hæð gos­makkarins, stað­setningu gos­sprungunnar og veður­skil­yrði á svæðinu. Hæð gos­makkarins er mæld með kvarðaðri vef­mynda­vél. Þetta er að­ferð sem er þróuð af Tal­fan Barni­e á Veður­stofunni og má sjá dæmi hér að neðan.

Líkan­reikningar eru keyrðir tvisvar á sólar­hring þegar nýjasta veður­spá er að­gengi­leg og niður­stöðurnar birtar á vef Veður­stofunnar.

Svona reiknar Veðurstofan hvernig gas getur dreifst og í hvaða átt.
Mynd/Veðurstofa Íslands